Leigusamningar ríkis og sveitarfélaga

Report
Leigusamningar
ríkis og sveitarfélaga
Reikningsskilaleg álitaefni
Jón Loftur Björnsson
Ríkisendurskoðun
• Opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög,
hafa í vaxandi mæli leigt eignir í stað þess
að kaupa þær.
• Stundum er þetta gert undir formerkjum
svo kallaðra ,,einkaframkvæmda“.
• Kaupleigusamningar um áhöld og tæki eru
almennt til skemmri tíma og kveða á um
lægri fjárhæðir.
Ný verkefni á vegum ríkisins
• Nýr Landspítali (51 ma.kr.)
• Hjúkrunarheimili (9 ma.kr.)
• Ný samgöngumiðstöð í Reykjavík (1,5 – 4
ma.kr.)
• Ýmis samgöngumannvirki
– Tvöföldun Suðurlandsvegar
– Jarðgöng undir Vaðlaheiði
Eldri verkefni á vegum ríkis
• Hvalfjarðargöng
– Flokkast frekar undir að vera ,,sérleyfissamningur“
• Tónlistar- og ráðstefnuhús (Harpa)
– Leigusamningur eða samningur um styrk (sbr. t.d.
búvörusamninga)?
– Hvernær ber að færa skuldbindingu?
• Skrifstofuhúsnæði við Borgartún (Höfðaborg)
• Rannsóknarhús Háskólans á Akureyri (Borgir)
• Iðnskólinn í Hafnarfirði
• Hvaða reikningsskilareglur (staðlar) gilda
– almennt?
– hjá A-hluta ríkissjóðs og sveitarsjóðum?
• Gerður er greinarmunur á
fjármögnunarleigu og rekstrarleigu
• Fjármögnunarleigu ber almennt að færa til
eignar og skuldar í efnahag. Hjá ríki og
sveitarfélögum er síðan spurning hvort og
þá hvernig ber að eignfæra.
• Almenna reglan um fjármögnunarleigu er
að skoða hver nýtur ábata og ber
áhættuna (horfa þar á efni fremur en form
samninga). Hefur leigutaki yfirráð eins og
um væri að ræða hans eign?
• Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS) og
reikningsskilastaðlar sumra landa (m.a.
US GAAP) taka á leigusamningum út frá
þessu.
IAS 17 - Leases
• Eignarhald færist til leigutaka í lok leigutímans
• Leigutaki á rétt á að kaupa hina leigðu eign á
lægra verði en gangvirði
• Leigutíminn nær yfir meginhluta efnahagslegs
líftíma eignarinnar
• Núvirði leigugreiðsla yfir leigutíma er nálægt
gagnvirði eignarinnar
• Hin leigða eign er það sérhæfð að aðeins
leigutakinn getur nýtt sér hana án meiriháttar
breytinga
IFRIC 12 Service Concession
Agreements
• Sérleyfissamningar eru ein tegund
einkaframkvæmda. Einkennið að þar
borga notendur að meira eða minna leyti,
en kostnaður og áhætta fellur ekki á ríkið.
• Skoða þarf með hvaða hætti leigusali
bókar eign hjá sér.
Leigumál sveitarfélaga
• Reynt var að taka á málum með
auglýsingu, nr. 460/2005, um meðhöndlun
leigusamninga í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.
• Reglur þar í samræmi við IFRS. Túlkun og
framkvæmdin hins vegar mjög frjálsleg í
þá átt að færa sem mest sem rekstrarleigu.
Heimildir til að gera leigusamninga
• Fjárlög ríkisins og fjárhagsáætlanir
sveitarfélaga eru til eins árs í senn.
• Skuldbindingar vegna leigusamninga geta
verið til 30 ára eða lengur (leigusali sættir
sig varla við fyrirvara í samningi um árlegt
samþykki Alþingis á fjárlögum).
• Hvernig er eðlilegt að leita samþykkis?
• Hjá ríki 6. gr. fjárlaga, 30. gr. fjárreiðlulaga,
sérlög.
Að kaupa eða leigja
• Rökin fyrir leigu:
– Losa um fjármagn (sale-and-leaseback) og
greiða niður skuldir
– Minnka rekstrarumsvif
– Jafnari og fyrirsjáanlegri útgjöld
– Minni áhætta
• En getur það líka skipt máli að ekki þurfi að
gjaldfæra allan stofnkostnað á kaupári og sýna
þannig betri afkomu í upphafi? Eða að skuldir
sem ekki koma fram í efnahagi gefa betri
kennitölur um skuldsetningu og skuldaþol?
• Eru reikningsskilareglur (eða framkvæmd þeirra)
farin að hafa áhrif á ákvarðanatöku um
fjármögnun opinberra framkvæmda?
• Er hætt við því að hagkvæmasti kosturinn sé
ekki valinn og að ráðist sé í fleiri og dýrari
framkvæmdir en annars væri raunin?
Niðurstöður
• Færa ber leigusamninga til bókar á
grundvelli þess hvort þeir flokkast sem
fjármögnunarleiga eða rekstrarleiga.
• Í einhverjum tilvikum kunna að vera áhöld
um hvernig flokka ber einstaka samninga
og verður þá að skoða slík mál
sérstaklega með hliðsjón af efnisatriðum
þeirrra og gildandi reikningsskilastöðlum.
• Í þeim tilvikum sem leigusamingar flokkast
sem fjármögnarleiga þarf að skoða hvort
eðlilegra væri að þeir yrðu færðir til eignar
hjá A-hluta aðila ríkis eða sveitarfélags
fremur en að gjaldfærast að fullu á
kaupári.
• Þetta kallar á breytingu á núverandi
sérreglum um opinber reikningsskil sem
ástæða er til að ræða.
• Þegar gerðir eru bindandi leigusamningar
til lengri tíma en eins árs er mikilvægt að
fylgja ákvæðum 30. gr. laga um fjárreiður
ríkisins og reglugerðar um samninga um
rekstrarverkefni sem ráðuneyti og
ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins
árs. Hugsanlega getur verið ástæða til að
setja sérlög um heimild til að ráðast í
stærri verkefni.
• Loks er nauðsynlegt að að opinberir aðilar
sem standa frammi fyrir vali um að kaupa
eða leigja eign, færi rök fyrir ákvörðun
sinni. Eðlilegt er að slíkur rökstuðningur
byggi á útreiknuðum núvirtum kostnaði að
teknu tilliti til áhættu.

similar documents