Menntun

Report
2. hluti – Réttindi og skyldur
2.2 Menntun
Menntun (bls. 75)
• Öllum börnum á aldrinum 6-16 ára er skylt að
sækja grunnskóla.
• Ríkið og sveitarfélögin eru skyldug til að halda
skóla fyrir öll börn og unglinga á þessum aldri.
• Foreldrar bera ábyrgð á að börn þeirra gangi í
skóla og hægt er að sekta þá sem senda börnin sín
ekki í skóla.
Menntun (bls. 76)
• Um allan heim fara milljónir barna á mis við
skólagöngu, meðal annars vegna fátæktar eða
annarra félagslegra vandamála.
 Stór hluti jarðarbúa lítur á skólagöngu sem réttindi. Heldur
þú að börn og unglingar hér á landi líti á skólagönguna sem
réttindi eða kvöð? Af hverju?
Menntun (bls. 76-77)
• Samkvæmt íslenskum lögum eiga allir rétt á
framhaldsskólanámi.
• Samkvæmt lögum stóð til að stytta
framhaldsskólann úr 4 árum í 3 á árinu 2011.
Þetta stóðst ekki og nú er búið að fresta
gildistöku laganna til í það minnsta ársins
2015.
Menntun (bls. 77)
• Langflestir grunnskólanemendur hefja nám
í framhaldsskóla eða um 95% árgangsins
(2010).
 Margir nemendur ná ekki að ljúka stúdentsprófi á
4 árum. Af þeim sem eru tvítugir útskrifast um 60%
með stúdentspróf, um 44% stráka og 77% stelpna.
Menntun (bls. 77)
• Brottfall stráka úr framhaldsskóla (þeir sem
hætta án þess að ljúka skóla) er mikið
áhyggjuefni.
• Stúlkur sigla hraðbyri fram úr piltum í námi
á öllum skólastigum í 43 iðnríkjum heims
(OECD).
Menntun (bls. 77)
• Stelpur hafa verið að sækja í sig veðrið þar
sem þær stóðu verr að vígi en strákar, t.d. í
stærðfræði og fleiri raungreinum.
• Strákarnir hafa ekki verið að bæta sig í þeim
greinum sem þeir stóðu verr að vígi en
stelpurnar, t.d. í lestri og öðrum lesfögum.
Menntun (bls. 77)
• Rannsóknir sýna að strákum líður í fleiri
tilfellum verr í skólanum en stelpum. Þeir
eiga frekar í útistöðum við aðra og þjást
frekar af námsleiða.
 Af hverju heldur þú að strákum líði verr í skólanum en
stelpum? Hvernig myndir þú vilja breyta skólanum þannig
að strákum liði betur þar?
Ný samfélagsgerð (bls. 77)
• Kannanir gefa til kynna að:
 Strákar fái ekki jafn mikinn stuðning og stelpur heima
fyrir, t.d. við heimanám.
 Foreldrar virðist almennt hafa minna eftirlit með
strákum en stelpum.
 Foreldrar þekki síður vini sona sinna en dætra.
Ný samfélagsgerð (bls. 77)
• Flestar konur eru útivinnandi nú á dögum.
• Skilnuðum hefur fjölgað og einstæðir
foreldrar með börn eru orðin algeng
fjölskyldugerð.
• Breytingar á fjölskyldugerð virðast koma verr
við strákana en stelpurnar – oft er eins og þá
skorti tilfinnanlega fyrirmyndir.
Menntun á 21. öld (bls. 78)
• Á Íslandi velja langflestir grunnskólanemendur að hefja nám í framhaldsskóla.
• Örlítið fleiri stelpur en strákar fara í
framhaldsskóla að loknum grunnskóla.
Framhaldsmenntun (bls. 79)
• Allir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla.
 Framhaldsskólar setja inntökuskilyrði – þú verður
að hafa náð tilteknum lágmarksárangri til að geta
innritast á aðrar brautir en almenna braut.
Framhaldsmenntun (bls. 79)
• Starfsnámsbrautir eru mjög fjölbreyttar en
þeim má skipta í tvo flokka:
 Nám sem leiðir til lögverndaðra starfsréttinda. Dæmi:
Læknar, sjúkraliðar.
 Nám sem veitir undirbúning til skilgreindra starfa án þess
að um sé að ræða lögverndað starfsheiti. Dæmi:
Skrifstofubraut undirbýr nemendur undir störf á skrifstofu.
Menntun og vinnumarkaður
(bls. 79)
• Þekking og menntun er mikilvæg – hún er
ein af meginstoðum lýðræðis, almennrar
velferðar og menningar.
 Reyndu að finna rök með fullyrðingunni hér að
ofan.
Menntun og vinnumarkaður
(bls. 80)
• Skólum ber að gæta jafnréttis nemenda til
náms – það er að bjóða öllum nemendum
nám og kennslu við hæfi.
• Það er erfitt að uppfylla öll markmið um
jafnrétti til náms þó þau séu bundin í lög.
 Af hverju heldur þú að svo sé?
Menntun og vinnumarkaður
(bls. 80)
• Rannsóknir sýna að mörg atriði skipta máli
um möguleika fólks til að afla sér menntunar,
til dæmis:
 Kyn
 Efnahagur
 Búseta
 Bakrunnur fjölskyldunnar / menntun fjölskyldunnar
Vinnumarkaður breytist
(bls. 80)
• Iðnbylting hófst í Bretlandi um 1750 (það
var fyrsta landið til að iðnvæðast).
• Iðnbylting varð á Íslandi um 150 árum síðar
eða í byrjun 20. aldar.
• Í hverju fólst iðnbyltingin?
Iðnbyltingin (bls. 80)
• Nýjar vélar fundnar upp.
• Nýting áður ónýttra orkulinda s.s. olíu og
rafmagns.
• Verksmiðjur – fjöldaframleiðsla.
• Þéttbýlismyndun – borgir. Fólk varð að
flytja úr sveit í borg til að fá vinnu.
Iðnbyltingin (bls. 81)
• Sambýli stórra fjölskyldna úti á landi
breyttist í fámennar kjarnafjölskyldur sem
bjuggu í þröngum blokkaríbúðum í þéttbýli.
• Fólk þekkti fáa í borgum og einangraðist.
• Vinnutími var allt í einu afmarkaður (ólíkt
því sem var í sveitum) og fólk fékk frítíma.
Upplýsingabyltingin (bls. 81)
• Stöðugt fleiri vinna við tölvur og við upp-
lýsingatækni.
• Upplýsingabylting leiðir til þess að við
verðum að læra nýjar vinnuaðferðir og
menntunarkröfur breytast.
 Stöðugt fleiri vinna við tölvur heima hjá sér þannig að
skilin milli vinnutíma og frítíma minnka eða hverfa.
Upplýsingabyltingin (bls. 82)
• Hugtök eins og sýndarveruleikaskólastofa
eða sýndarveruleikavinnustaður vísa til þess
að hermilíkön af veruleikanum eru notuð á
sífellt fleiri sviðum um allan heim.
Mennt er máttur (bls. 82-83)
• Mennt er máttur = Vitur maður er betri en
sterkur og fróður maður betri en aflmikill.
• Mennun hefur mikil áhrif á líf þitt og stöðu
á vinnumarkaði – flestir líta á það sem
sjálfsögð mannréttindi að hafa vinnu.
Mennt er máttur (bls. 83)
• Vinnan gefur þér:
 Tekjur
 Rétt á sumarleyfum og öðrum fríum
 Rétt á orlofsgreiðslum
 Lífeyrisrétt
 Þátttökurétt í stéttarfélagi
 Stjórnmálaleg áhrif
Mennt er máttur (bls. 83)
• Vinnan og hvernig okkur líður í vinnunni
hefur áhrif á heilsufar okkar.
 Er þjóðin að skiptast upp í tvennt, þá sem hafa
menntun og þá sem hafa hana ekki?
 Hvaða skoðun hefur þú á fullyrðingunni hér að
ofan? Skiptir það einhverju máli hvort þjóðin sé að
skiptast í tvennt eftir mennun? Af hverju / af hverju
ekki?
Til hvers eru skólar? (bls. 83)
• Svo lengi lærir sem lifir – það þýðir að þú
ert alltaf að læra eitthvað nýtt, á hverjum
degi, hvort heldur í skólanum eða utan hans.
Hvað hefur þú lært nýtt í dag?
Til hvers eru skólar? (bls. 83)
• Menntun í bændasamfélaginu var óformleg
(átti sér ekki stað í skóla) því börn lærðu það
sem þau þurftu með því að umgangast
foreldra sína og annað fullorðið fólk.
• Í nútímasamfélagi eru stofnanir sem kallast
skólar og þeim er ætlað að sjá nemendum
fyrir formlegri menntun.
Þurfum við virkilega skóla?
(bls. 84)
• Menntun (formleg) er algjör grundvallarforsenda fyrir því að þjóðfélagið geti lifað af.
• Til hvers er skóli? Væri hægt að sleppa
honum alveg? Hver er þín skoðun á því?
(Rökstyddu svar þitt.)
Þurfum við virkilega skóla?
(bls. 84)
1. Færni: Skólinn kennir það sem fólk þarf til
að geta sinnt vinnu (lesa, skrifa, reikna).
2. Dulda námskráin (ekki formleg námskrá
skóla) kennir þér að vinna með öðrum og
umgangast alls konar fólk.
3. Geymslustaður og giftingamarkaður fyrir
nemendur.
Summerhill-skólinn (bls. 86)
• Lestu lýsinguna á Summerhill-skólanum á
bls. 86.
 Hugleiddu kosti og galla slíks skóla.
 Er svona skóli raunverulegur kostur?
 Myndir þú vilja ganga í svona skóla? Af hverju / af
hverju ekki?
Kafla 2.2 er lokið
• Hér lýkur glósum úr kafla 2.2
• Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á
bls. 88.

similar documents