Glærur

Report
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR OG STJÓRNSÝSLURÉTTUR
Margrét Vala Kristjánsdóttir
Lagadeild
FYRIRLESTRAMARAÞON HR 2011 | RU LECTURE MARATHON 2011
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR
• Samningur á milli ráðuneytis eða ríkisstofnunar
sem verkkaupa og einhvers verksala um tiltekna
þjónustu
• Getur verið þjónusta sem verkkaupi þarf vegna
sinnar eigin starfsemi eða þjónusta sem ríkinu er
ætlað að veita almenningi eða fyrirtækjum
• Almenn heimild í 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins
til að gera slíka samninga
• Verksalinn getur verið einkaaðili.
www.hr.is
REGLUR STJÓRNSÝSLURÉTTAR
• Stjórnsýslulög nr. 37/1993
– Gilda þegar stjórnvöld taka stjórnvaldsákvarðanir
• Meginreglur stjórnsýsluréttar
– Sem hafa víðara gildissvið, þ.e. ekki bundnar við
stjórnvaldsákvarðanir
• Skiptir þá máli gagnvart notanda þjónustunnar að
einkaaðila hefur verið falin framkvæmd hennar?
www.hr.is
30. GR. FJÁRREIÐULAGA
• 2. mgr. 30. gr.:
– “Einkaaðila verður þó ekki með samningi skv. 1. mgr. falið
opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur
manna nema sérstök heimild sé til þess í lögum.
• Ef einkaaðilum er falið vald til að taka
stjórnvaldsákvarðanir þá eru þeir bundnir af reglum
stjórnsýslulaga
www.hr.is
FYRIRMÆLI Í LÖGUM
• Stundum tekið fram í lögum að einkaaðili eigi að
taka stjórnvaldsákvörðun og/eða að stjórnsýslulög
gildi um ákvarðanir hans um réttindi og skyldur
notenda viðkomandi þjónustu
• Hvað ef heimildin til töku stjórnvaldsákvarðana er
ekki orðuð í lögunum?
www.hr.is
HVERNIG SKÝRUM VIÐ ÞETTA ÁKVÆÐI?
• 2. mgr. 30. gr.
– “Einkaaðila verður þó ekki með samningi skv. 1. mgr. falið
opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur
manna nema sérstök heimild sé til þess í lögum.
– Séu slíkir samningar gerðir skulu ákvæði stjórnsýslulaga og
upplýsingalaga, sem og almennar meginreglur
stjórnsýsluréttar, gilda um þá stjórnsýslu sem verktaki tekur
að sér að annast.”
www.hr.is
NIÐURSTÖÐUR
• Heimild til töku ákvarðana um réttindi og skyldur
notenda þjónustu samkvæmt þjónustusamningi
þarf ekki að vera skilyrðislaust orðuð í lagatextahún getur verið þáttur í heimildinni til að fela
einkaaðila verkefna þegar augljóst er að taka slíkra
ákvarðana er nauðsynlegur þáttur í framkvæmd
viðkomandi verkefnis.
• Þótt svo sé ekki þá gilda a.m.k. meginreglur
stjórnsýsluréttar um stjórnsýslu sem verktaki tekur
að sér, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um fjárreiður
ríkisins.
www.hr.is

similar documents