Hugleiðingar um árangursríka heilbrigðisþjónustu

Report
Hugleiðingar um árangursríka
heilbrigðisþjónustu
Rúnar Vilhjálmsson, PhD
Prófessor
Erindi flutt á Málþingi BSRB um heilbrigðisþjónustu, 31 október 2013
Heilbrigðiskerfi
Heilbrigðiskerfum má skipta í fernt:
• Einkarekstrarkerfi, t.d. Bandaríkin og Suður-Afríka (Fee-forService)
• Félagsleg kerfi, t.d. Bretland, Kanada, Ísland og önnur
Norðurlönd (socialized medicine)
• Skyldutryggingakerfi, t.d. Þýskaland og Holland (decentralized
national health)
• Sósíalísk kerfi, t.d. Kúba og Rússland (socialist medicine)
Íslenska heilbrigðiskerfið
Telst til svokallaðra félagslegra kerfa (socialized health system), sbr. einnig
heilbrigðiskerfi annarra Norðurlanda, Bretlands og Kanada
Kjörmynd (ideal type) félagslegs heilbrigðiskerfis (Cockerham, 2010):
• Litið er svo á að fyrir hendi sé almennur réttur til heilbrigðisþjónustu
• Þjónustan er fyrst og fremst fjármögnuð af hinu opinbera
• Hið opinbera skipuleggur þjónustuna
• Hið opinbera greiðir þjónustuveitendum fyrir þjónustu sína
• Notendur hafa lítinn eða engan kostnað af þjónustunni
• Hið opinbera á að mestu aðstöðuna og tækin sem notuð eru vegna
þjónustunnar og rekur helstu rekstrareiningar
• Kerfinu er ætlað að tryggja þegnunum jafnan aðgang að þjónustu
• Gjarnan er veitt heimild til takmarkaðs einkareksturs þjónustu við
sjúklinga sem eru þá látnir bera kostnaðauka af því
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur færst nokkuð frá kjörmynd
hins félagslega heilbrigðiskerfis með einkavæðingu innan
kerfisins
Með einkavæðingu er í fræðilegri umræðu átt við (Starr, 1988):
1) Sölu á opinberri stofnun eða fyrirtæki, sölu á hlutafé hins opinbera,
eða sölu á öðrum eignum hins opinbera, til einkaaðila = Eignasala
2) Tilfærslu á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila
= Einkaframkvæmd
3) Tilfærslu fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila
= Einkafjármögnun
Einkavæðing hefur átt sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu á
undanförnum árum að því er varðar liði 2 og 3 að framan.
Vandi sem getur tengst einkaframkvæmd
heilbrigðisþjónustu (í félagslegum heilbrigðiskerfum)
1) Einkaframkvæmd getur leitt til hækkunar þjónustugjalda
2) Þjónustusamningar við einkaaðila geta valdið ósveigjanleika í
heilbrigðisþjónustunni (nýjar þjónustuþarfir geta komið
upp á samningstímanum, sem samningurinn tekur ekki á).
3) Aðilar í einkaframkvæmd veita sjaldnast heildstæða þjónustu –
Erfið tilfelli og meðferðarmistök einkaaðila lenda hjá opinberum
þjónustuaðilum („Rjóminn fleyttur af“)
4) Einkaframkvæmd getur leitt til ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu
(þegar margir ótengdir aðilar veita afmakaða þjónustu í samkeppni
hver við annan)
5) Einkaframkvæmd dregur almennt ekki úr heildarkostnaði við
heilbrigðisþjónustuna, heldur getur þvert á móti aukið hann, vegna
kostnaðarliða eins og arðgreiðslna til fyrirtækja, hás stjórnunarkostnaðar
fyrirtækja og aukins kostnaðar eftirlitsaðila (sjá t.d. Pollock, 2008)
Vandi sem getur tengst einkafjármögnun
heilbrigðisþjónustu (í félagslegum heilbrigðiskerfum)
1) Einkafjármögnun (sjúklingagjöld) getur leitt til frestunar
eða niðurfellingar á heimsóknum til þjónustuaðila
2) Einkafjármögnun getur valdið ójöfnuði í aðgengi að þjónustu
(sbr. Pollock, 2008)
3) Þótt sjúklingagjöldum sé jafnan ætlað að auka kostnaðarvitund
sjúklinga er það háð framkvæmdinni. Hér má einnig spyrja til hvers
ætti að auka kostnaðarvitund sjúklinga.
4) Jafnan er gert er ráð fyrir að sjúklingagjöld dragi úr óþarfri
þjónustunotkun, en hafi lítil áhrif á nauðsynlega hjálparleit
Þetta virðist ekki ganga eftir, jafnvel ekki í íslenska
heilbrigðiskerfinu (Rúnar Vilhjálmsson og fl., 2001a;
Vilhjalmsson, 2005)
Kostnaður heilbrigðiskerfa
Kostnaður heilbrigðiskerfa ræst einkum af eftirfarandi þáttum:
1)
2)
3)
4)
5)
6)
Stærð einkageirans (einkum hlutafélaga) í heilbrigðisþjónustunni
Fjölda greiðsluaðila
Fjölda lækna pr. 1000 íbúa
Hlutfalls sérfræðinga meðal lækna
Hlutfalli opinberrar fjármögnunar
Opinberri stýringu verðlagningar og mannafla
(sjá t.d. Holllingsworth og fl., 1990; Devereaux og fl., 2004)
Kostnaður heilbrigðisstofnana eftir rekstrarformi
Kostnaður heilbrigðisstofnana ræðst að verulegu leyti af
rekstrarformi þeirra:
Sjúkrahús sem rekin eru af hlutafélögum á hagnaðargrundvelli
eru dýrari í rekstri en sjúkrahús sem ekki eru rekin með þeim hætti
(Devereaux og fl., 2004; Woolhandler og Himmelstein, 1999). Ódýrust
eru þau sjúkrahús sem eru í opinberum rekstri (lægstur kostnaður
per útskrift) (Woolhandler og Himmelstein, 1997).
Ástæður þessa eru einkum:
1)
2)
3)
4)
Meiri stjórnunarkostnaður á einkareknum spítölum
Hærri launakostnaður starfsmanna, fyrst og fremst lækna
Ávöxtunarkrafa hluthafa
Uppfærsla á sjúkdómsgreiningum (diagostic upcoding)
Gæði sjúkrahúsa eftir rekstrarformi
Rannsóknir benda til að gæði geti að ýmsu leyti verið lakari á sjúkrahúsum
sem rekin eru á hagnaðargrundvelli (af hlutafélögum).
Þetta birtist einkum í:
1) Minni áherslu á kennslu og þjálfun starfsmanna á
einkareknu sjújkrahúsunum
2) Lægra starfsmanna/sjúklinga hlutfalli á einkareknu
sjúkrahúsunum
3) Lægra hlutfalli sérfræðimenntaðra heilbrigðisstarfsmanna
á einkareknu sjúkrahúsunum
(Pattison og fl., 1983; Woolhandler og Himmelstein, 1997)
Gæði sjúkrahúsa eftir rekstrarformi (frh)
4) Leiðrétt dánartíðni (adjusted hospital mortality rate) á spítala
og eftir útskrift getur reynst hærri meðal einkarekinna sjúkrahúsa
(Devereaux og fl., 2002a)
5) Dánartíðni blóðskilunarsjúklinga getur einnig reynst hærri þegar
þeim er sinnt af einkareknum stöðvum (Devereaux og fl., 2002b)
6) Samkeppni milli spítala um sjúklinga á innri markaði með
heilbrigðisþjónustu getur aukið dánartíðni vegna aðgerða
(Propper, 2004)
Íslenska heilbrigðiskerfið
Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á Íslandi 2000-2012
Hlutfall
heilbrigðisútgjalda af VLF
2000
2008
2009
2012
9,5%
9,1%
9,6%
8,9%
Heimild: OECD Health Data, 2013
•
Taflan sýnir að heilbrigðisgjöld drógust hlutfallslega saman á árunum fyrir
efnahagshrunið (einkum vegna mikils vaxtar landsframleiðslunnar). Fyrst eftir hrunið
jókst hlutur heilbrigðisútgjaldanna, en hefur lækkað verulega síðan vegna
umtalsverðs niðurskurðar á framlögum ríkisins til heilbrigðismála.
•
Þegar kostnaður heilbrigðiskerfa OECD ríkjanna er skoðaður sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu var Ísland komið niður í 17.-18. sæti árið 2011 með 9%, en lang
dýrasta kerfið var Bandaríkin með 17,7% (OECD Health Data, 2013).
Íslenska heilbrigðiskerfið (frh)
Hlutdeild (%) hins opinbera og sjúklinga í kostnaði við rekstur
heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi 2000-2012
Heimild: OECD Health Data, 2013
•
Taflan sýnir að kostnaðarhlutur sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni
á Íslandi hefur vaxið eftir efnahagshrunið úr 15,3% í 18,6% (árið 2011).
•
Aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga er áhyggjuefni vegna þess að rannsóknir
hérlendis sýna að kostnaður er ein megin ástæða frestunar eða niðurfellingar
þjónustu (Runar Vilhjálmsson og fl., 2001; Vilhjalmsson, 2005).
Aukin kostnaðarþátttaka sjúklinga eykur frestun læknisþjónustu
Fjöldkylduútgjöld til heilbrigðismála
sem hlutfall af fjölskyldutekjum
0-1,04
Hlutfall sem frestaði
læknisheimsókn sl.
6 mánuði (2006)
1,051,83
1,843,01
13,8%
3,02+
32,5%
22,7%
18,6%
Heimild: Landskönnunin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga (2006)
Íslenska heilbrigðiskerfið (frh)
Frestun þjónustu: „Þurftir þú að fara til læknis einhvern tíma á síðustu
6 mánuðum, en hættir við það eða frestaðir því“? (Hlutfall [%] 18 ára og eldri sem segir já)
Heimldir: Landskönnunin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga, haustið 1998 og 2006
(Rúnar Vilhjálmsson, 2007). Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar, apríl 2013
(gögnum safnað fyrir Rúnar Vilhjálmsson)
• Mikil og tölfræðilega marktæk aukning hefur orðið á frestun læknisþjónustu meðal
Íslendinga frá 2006 til 2013. Aukningin er mikið áhyggjuefni í ljósi þess markmiðs
íslenska heilbrigðiskerfisins að allir landsmenn eigi kost á bestu heilbrigðisþjónustu
sem kostur er að veita.
•
30% allra frestana sjúklinga á læknisþjónustu hérlendis stafar af kostnaði
við þjónustuna (komugjöld og lyf) (Rúnar Vilhjálmsson og fl., 2001; Rúnar Vilhjálmsson, 2007)
Aðrar algengar ástæður frestunar eru:
• Að vera of upptekinn í öðrum verkefnum (í vinnu og á heimili)
• Geta ekki fengið tíma hjá lækninum nægilega fljótt
(Rúnar Vilhjálmsson og fl., 2001; Rúnar Vilhjálmsson, 2007)
Íslenska heilbrigðiskerfið (frh)
Hlutfall Íslendinga, 18 ára og eldri, sem frestar læknisþjónustu á 6 mánaða tímabili
Frestun læknisþjónustu
Í heild
Hópar sem fresta umfram
aðra eru:
Öryrkjar
Þeir sem telja heilsuna
“sæmilega” eða “lélega”
Einhleypir
Yngra fólk (18-29 ára)
Námsmenn
Grunnskólamenntaðir
Lágtekjufólk (<200 þ. á mán.)
Konur
32%
46%
40%
41%
40%
40%
39%
39%
35%
Heimild: Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar (2013)
•
Taflan sýnir að frestun læknisþjónustu er sérlega algeng meðal öryrkja og þeirra
sem búa við lakari heilsuen einnig meðal einhleypra, yngra fólks og námsmanna,
lágtekjufólks og grunnskólamenntaðra. Þá fresta konur lækniþjónustu oftar en karlar.
Viðhorf almennings til heilbrigðisþjonustunnar
• Skandinavískar rannsóknir benda til að almenningur styðji almennt
hið félagslega heilbrigðiskerfi (Hayes og VandenHeuvel, 1996; Svallfors, 1995).
Finnst þér að heilbrigðisþjónustan eigi að vera rekin (starfrækt)
af hinu opinbera (ríki, sveitarfélögum) eða einkaaðilum?
%
Fyrst og fremst hinu
opinbera
81,1
Jafnt af einkaaðilum
og hinu opinbera
18,4
Fyrst og fremst af
einkaaðilum
0,5
Heimild: Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar, apríl 2013
Taflan sýnir mjög almennan stuðning meðal Íslendinga við opinberan rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Enginn stuðningur er við það sjónarmið að það séu einkum einkaaðilar sem
reki heilbrigðisþjónustuna. Þá er einnig mjög lítill stuðningur við það sjónarmið að
heilbrigðisþjónustan sé rekin jöfnum höndum af hinu opinbera og einkaaðilum.
Viðhorf almennings til heilbrigðisþjónustunnar (frh)
Finnst þér að hið opinbera eigi að leggja meira fé, minna fé, eða
óbreytt fé til heilbrigðisþjónustu (miðað við það sem nú er)?
2006
2013
Meira fé
81,5%
94,0%
Óbreytt fé
16,5%
4,8%
Minna fé
1,9%
1,1%
Heimildir: Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar, apríl 2013
Landskönnunin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga, haust 2006
(Rúnar Vilhjálmsson, 2007).
Taflan sýnir yfirgnæfandi stuðning meðal Íslendinga við auknar opinberar fjárveitingar
til heilbrigðisþjónustunnar (þessi stuðningur er raunar yfirgnæfandi í öllum hópum
samfélagsins). Samanburður við sömu spurningu í landskönnun frá 2006 sýnir að
enn fleiri vilja nú að hið opinbera verji auknu fé til heilbrigðisþjónustunnar.
Samantekt
•
Íslenska heilbrigðiskerfið telst til félagslegra kerfa en hefur vikið nokkuð
frá þeirri kjörmynd á undanförnum árum
•
Opinber fjármögnun og rekstrarábyrgð í heilbrigðisþjónustu tryggir betur
en annað fyrirkomulag jafnræði í dreifingu (úthlutun) þjónustunnar
•
Opinber rekstrarform standa sig yfirleitt jafnvel eða betur en
einkarekstrarform þegar litið er til kostnaðar og gæða
•
Kostnaður sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur aukist og aðgengi að
læknisþjónustunni hefur versnað
•
Meðal Íslendinga er almennur stuðningur við félagslegt heilbrigðiskerfi
(socialized health system), að því er varðar opinbera fjármögnum
heilbrigðisþjónustunnar og opinberan rekstur helstu rekstrareininga.
•
Í kjölfar efnahagshrunsins virðist stuðningur Íslendinga við félagslegt
heilbrigðiskerfi hafa aukist.
Samantekt
Til að styrkja félagslega heilbrigðisþjónustu á Íslandi þarf að …
•
Efla almannatryggingakerfið með það fyrir augum að lækka
lyfjakostnað og komugjöld sjúklinga
•
Styrkja heilsugæsluna og efla persónuleg tengsl sjúklinga við
fagfólk hennar
•
Bæta aðbúnað sjúklinga (og starfsmanna) innan þjónustustofnana
•
Auka nálægð þjónustunnar, t.d. með vinnustaðaþjónustu,
heilsugæslu í framhaldsskólum, og sérfræðingaheimsóknum á
heilsugæslustöðvar
•
Auka samfelluna í heilbrigðisþjónustunni, með auknu samstarfi
stofnana og þjónustuaðila og eftir atvikum útvíkkun hlutverka
þjónustuaðila

similar documents