Almennt um nýjar námskrár * uppbygging og álitamál

Report
Almennt um nýjar námskrár –
uppbygging og álitamál
Námskeið um innleiðingu námskráa í
Borgarbyggð 17. ágúst 2012
Gunnar E. Finnbogason
Ný námskrá – hefur reglugerðarígildi
,,Aðalnámskrá er sett af mennta- og
menningarmálaráðherra með sama hætti og
reglugerðir og gegnir margvíslegu hlutverki.”
,,Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla
þekkingu til nemenda heldur einnig að veita þeim
tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva
starfsgleði þeirra og efla frjóa hugsun.”
Hversu skuldbundnir eru skólar að fara eftir
fyrirmælum stjórnvalda?
Hnattvæðing
• Einnig er tekið tillit til alþjóðlegra samninga
sem Ísland er aðili að, svo sem barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna og stefnu alþjóðlegra
stofnana sem Ísland er aðili að. Þar má nefna
stefnumörkun UNESCO um almenna menntun
og um sjálfbæra þróun og stefnumörkun
Evrópuráðsins um lýðræði og mannréttindi.
• Hvert er samfélagslegt hlutverk skólans?
Aðalnámskrá er ætlað:
• að vera stjórntæki (markmiða/reglustýring)
• að vera fyrirmæli fræðsluyfirvalda um
skólastefnu/menntastefnu
• að vera samsafn sameiginlegra markmiða í
landinu
Aðalnámskrá er einnig ætlað:
• að samræma nám og kennslu
• að tryggja rétt allra nemenda til lágmarksmenntunar
• að tryggja jafnrétti til náms
Athafnarými skóla
Lög og
námskrár
Athafnarými
Skólinn
Sameiginlegur hluti
• ,,Kaflar 1-3 eru sameiginlegir í námskrám
skólastiganna þriggja en þar er fjallað um
stefnumið menntakerfisins, um almenna
menntun og markmið skólakerfisins, um
grunnþætti menntunar og um mat á
skólastarfi.”
• Viðleitni til að skapa samfellu í námið.
Nýjar áherslur í aðalnámskrá 2011
Grunnþættir
Lykilhæfni
Menntun
Grunnþættir
• Grunnþáttunum er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri
menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi. Þegar
skólastarf er metið þarf að skoða hvernig grunnþættirnir setja
mark sitt á kennslu, leik og nám.
• Þeir varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum
skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi
(úr formála Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra).
• Hugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í
starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera
sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina
og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem
börn og ungmenni skulu afla sér.
Leiðarljós við námskrágerð
Þessir grunnþættir eru:
• læsi,
• sjálfbærni,
• heilbrigði og velferð,
• lýðræði og mannréttindi,
• jafnrétti,
• sköpun.
Lykilhæfni
• Nútímasamfélag gerir margar og oft mótsagnakenndar
kröfur til þegnanna.
• Nemendur þurfa að vita hvað þeir vita og hvað þeir
geta og vita hvernig best er að beita þekkingu sinni og
leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það.
• Hæfni er þannig meira en þekking og leikni, hún felur
einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og
sköpunarmátt, félagsfærni og frumkvæði.
• Lykilhæfni er því sú hæfni nemenda sem stuðlar að
lausn margvíslegra verkefna við ólík skilyrði.
Námshæfni
• Námshæfni er þannig undirstöðuþáttur í öllu
skólastarfi og byggist á sjálfsskilningi og áhuga.
Námshæfni felur einnig í sér að þekkja eigin
styrkleika og veikleika og að vera fær um að taka
ákvarðanir á þeim grunni.
• Námshæfni byggist á eðlislægri forvitni barna og
ungmenna, áhugahvöt þeirra, trú á eigin getu og
hæfileika til að beita hæfni sinni í margvíslegum
viðfangsefnum á uppbyggilegan hátt.
• Hver er munurinn á hæfni og námshæfni?
Grunnþætti fléttast inn í allt
skólastarf
,,Þeir [grunnþættir] byggjast á þeirri hugmynd að
ekki geti orðið virkt lýðræði án læsis á hvers konar
táknkerfi og samskiptakerfi samfélagsins. Þeir eru
einnig byggðir á því að virkt lýðræði þrífist aðeins
ef jafnframt er stuðlað að hvers konar jafnrétti
milli einstaklinga og hópa í samfélaginu.
Mannréttindi allra verða ekki tryggð nema
stuðlað sé að heilbrigði og velferð hvers og eins
og baráttu gegn mismunun og hvers konar
ofbeldi, þar með töldu einelti.”
Námsgrein - námssvið
• ,,Það er ekki markmið skóla að kenna
námsgreinar, en námsgreinar eru mikilvægar
vegna markmiða skólans.”
Hver er munurinn á námsgrein og
námssviði?
Lýðræði og mannréttindi
• ,,Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í
lýðræðismenntun jafnframt því sem þau atriði
fléttast saman við aðra grunnþætti menntunar.”
• ,,Skólum ber að rækta það viðhorf að samfélagið
eigi að vera lýðræðislegt og einstaklingarnir
gagnrýnir og með framtíðarsýn.”
• ,,Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til
lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði.”
Kennsla og lýðræði – þrjár leiðir
(byggt á Arthur og Wright, 2001)
Stig
Dæmi um viðfangsefni
Markmið kennslu
Kennsla um lýðræði
Nem. læra um stjórnmálakerfið á Íslandi og
um alþjóðleg stjórnmál
Þekking og skilningur sem gerir nem. að
upplýstum borgurum
Kennsla sem undirbýr nem. til að verða
lýðræðislegir þátttakendur
Nem. öðlast færni og gildi til að auka virkni
sína sem lýðræðislegir gerendur
Nem. þróa með sér gagnrýna hugsun, hæfni
til að rannsaka þætti út frá ólíkum
sjónarhornum og lýðræðislega
samskiptahæfni
Kennsla í gegnum virka þátttöku nem.
Nem. læra í gegnum virka þátttöku í
skólanum og fyrir utan skólann.
Þróa hæfnisþætti sem gerir nem. kleift að
taka þátt í lýðræðislegu ferli á ábyrgan hátt
Sjálfbærni í leikskóla
• ,,Menntun til sjálfbærni miðar að því að gera
fólki kleift að takast á við viðfangsefni sem lúta
að samspili umhverfis, félagslegra þátta og
efnahags í þróun samfélags.”
• Leiðarljós: ,, Menntun til sjálfbærni á að
endurspeglast í öllu starfi leikskóla í virku
samstarfi við heimili og nærsamfélag.
• Hvaða kröfur gerir þetta leiðarljós til starfs í
leikskólum?
,,Félagslega” sjálfbærni byggir á
lýðræðishugsjóninni.” I. Pramling Samuelsson,(2005)
Til að mæta þessum kröfum þarf að vinna
með börnum á eftirfarandi hátt:
- Styðja barnið í þekkingarleit sinni og til að
það tileinki sér trausta sjálfsmynd.
- Hjálpa barninu til að finna til öryggis og að
það sýni samkennd í samskiptum við önnur
börn með ólíkan bakgrunn.
Félagsleg sjálfbærni frh.
- Þjálfa barnið í gagnrýnni hugsun gagnvart
fordómum.
- Styðja við hæfni barnsins til að láta í sér
heyra og standa á sínu, bæði hvað varðar það
sjálft og aðra. (Derman–Sparks (1989).
Menntastefna (1)
•
•
•
•
•
Allir eiga að ná takmarki sínu
Skóli fyrir alla
Heildstæður skóli
Áhersla á almenna menntun
Áhersla á að barn/nemandi verði gerandi í
eigin lífi
• Barn/nemandi er hluti af samfélaginu
Menntastefna (2)
•
•
•
•
Áhersla á hæfni en ekki bara prófgráða
Áhersla á lýðræði í samskiptum
Áhersla á jafnrétti og manngildi
Áhersla á læsi og tjáningu

similar documents