Stjórnsýsluréttur - Samband íslenskra sveitarfélaga

Report
Námskeið fyrir skólastjórnendur
Ráðningar
2
Efni
• Meginreglur sem gilda um ráðningar.
• Í upphafi verður farið hratt yfir helstu meginreglur
stjórnsýsluréttar sem huga þarf að þegar vinnuveitandi
tekur stjórnvaldsákvarðanir er tengjast starfsmönnum
sveitarfélaga (gert er ráð fyrir þekkingu námskeiðsgesta í
þessum málum)
3
Stjórnvaldsákvörðun
Það er stjórnvaldsákvörðun þegar stjórnvald kveður einhliða á um
rétt og/eða skyldu tiltekins aðila í ákveðnu máli
í skjóli stjórnsýsluvalds.
4
Stjórnvaldsákvörðun
• Ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra
starfsmanna, áminningu svo og uppsögn, eru
stjórnvaldsákvarðanir.
• Þegar stjórnvald er að taka ákvörðun um um ofangreint þá þarf
það að gæta þess að meginreglur stjórnsýslulaganna séu virtar.
5
Almennar reglur stjórnsýslulaganna
Leiðbeiningarskylda
Jafnræðisregla
Málshraðareglan
Almennar
reglur
stjórnsýsluréttar
Meðalhófsregla
Rannsóknarregla
6
Helstu meginreglur stjórnsýslulaga
• Leiðbeiningarskylda stjórnvalds (7. gr). Samkvæmt henni á
stjórnvald að aðstoða og leiðbeina aðilum um þau mál sem
heyra undir starfssvið þess svo að hann geti gætt hagsmuna
sinna.
• Rannsóknarreglan (10.gr) leggur þá skyldu á herðar stjórnvaldi
að upplýsa mál nægilega áður en það tekur ákvörðun. Annars
fær það ekki rétta og sanngjarna afgreiðslu.
7
Helstu meginreglur stjórnsýslulaga
• Jafnræðisreglan (11.gr): stjórnvald á að gæta þess að leysa mál
sem eru sambærileg á sama hátt. Reglan bannar að mismuna
fólki eftir kynferði, kynþætti, litarhætti, stjórnmálaskoðunum
o.fl.
• Meðalhófsregla (12.gr): þegar stjórnvald er að fara að taka
ákvörðun um mál þarf það að velja þá leið sem er vægust, þ.e.
gæta meðalhófs.
8
Helstu meginreglur stjórnsýslulaga
• Andmælareglan (13. gr): Aðili máls skal eiga þess kost að tjá sig
um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi
ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða
slíkt sé augljóslega óþarft.
• Rökstuðningur (20. gr)
• Hvenær veita skal rökstuðning (21. gr)
9
Helstu meginreglur stjórnsýslulaga
• Réttmætisreglan:
Að baki sérhverri stjórnvaldsákvörðun verða að búa málefnaleg
sjónarmið.
• Ákvarðanir sem byggjast t.d. á geðþótta, óvild eða öðrum
persónulegum sjónarmiðum starfsmanna stjórnsýslunnar eru
því ólögmætar og myndu teljast til ómálefnalegra sjónarmið.
10
Ákvarðanir í starfsmannamálum byggja
helst á eftirfarandi lögum sem og
viðeigandi kjarasamningum
• Stjórnsýslulög
• Kjarasamningar
• Lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og
skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
• Lög nr. 91/2008 um grunnskóla
• Lög nr. 90/2008 um leikskóla
• Sveitarstjórnarlög
▫ Ekki tæmandi talinn listi
11
Ákvarðanir í starfsmannamálum
Ráðning
Breyting
á starfi
Áminning
Uppsögn
12
Meginreglan um ráðningu kennara
• Samkvæmt lögum nr. 87/2008, um menntun og ráðningu
kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla skal umsækjandi hafa leyfi til að nota
starfsheitið grunnskólakennari og leikskólakennari til að vera
ráðinn.
• Þá kemur fram sú meginregla í 18. gr. sömu laga þar sem segir
„Óheimilt er að ráða aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga
þessara til kennslu við grunnskóla á vegum opinberra aðila eða
hliðstæða skóla, sbr. lög um grunnskóla.“
13
Ráðning: Undantekning (1)
3. mgr. 18. gr.
• Nú sækir enginn grunnskólakennari um auglýst kennslustarf
þrátt fyrir endurtekna auglýsingu og getur skólastjóri þá sótt
um heimild til undanþágunefndar grunnskóla um að lausráða
tiltekinn starfsmann til kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei
lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd er heimilt að
víkja frá kröfu um endurtekna auglýsingu þegar sótt er um
undanþágu til að endurráða einstakling sem er í námi til
kennsluréttinda. Slíkri umsókn skal fylgja staðfesting á að
viðkomandi sé í námi og áætlun um námsframvindu.
Skólastjóra er ekki skylt að leita til undanþágunefndar sé um að
ræða kennslu sem nemur 240 mínútum á viku eða minna, sbr.
3. mgr. 11. gr.
14
Ráðning: Undantekning (2)
5 . mgr. 18. gr.
• „Ef hvorki skólastjóri né að minnsta kosti tveir
skólanefndarmenn mæla með ráðningu grunnskólakennara í
kennslustarf getur skólastjóri þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. leitað til
undanþágunefndar og óskað eftir heimild nefndarinnar til að
lausráða annan einstakling.“
• Þess ber að gera að meginreglan er sú að óheimilt sé að ráða
aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga nr. 87/2008 og ber að
túlka undantekninguna sem er í 5. mgr. 18. gr. þröngt.
15
Ráðning: Undanþágunefnd
Það sem gæta þarf að við ráðningar er m.a. eftirfarandi:
a) Sækja um undanþágu til undanþágunefndar og upplýsa hana
um að réttindakennari hafi sótt um.
b) Sé ástæðan sú að réttindakennari sem sækir um lausa stöðu
fær slæm meðmæli hjá fyrri vinnuveitanda þá þarf að hafa í
huga ákvæði stjórnsýslulaga um andmælarétt.
• Gefa þarf réttindakennaranum tækifæri til að koma með sín
sjónarmið áður en umsókn hans er hafnað og ófaglærði
kennarinn er ráðinn.
16
Ráðning: Undanþáguheimild
• Undanþáguheimild fyrir leikskólakennara er líka til staðar og er hún svo
hljóðandi:
• Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf,
leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 2. mgr. 9. gr., þrátt
fyrir endurtekna auglýsingu er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða,
að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari. Hið
sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem
nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns
verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari hafi fengist og er þá
heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum
sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem
ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið
leikskólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar
auglýsingar.
• Ekki er um að ræða sérstaka undanþágunefnd eins og hjá
grunnskólakennurum.
17
Ráðning
Hæstaréttardómur í máli 239/2008.
Þar fékk framhaldsskólakennari dæmdar miskabætur en talið var
að það hefði verið vegið að starfsheiðri kennarans með því að
ráða ófagráðinn aðila í hans stað.
18
Reglur um auglýsingar
• Ráðningarferli hefst að jafnaði með auglýsingu.
• Auglýsing virkjar almennar reglur stjórnsýsluréttar og
umsækjandi öðlast aðild að málinu sem lýkur oftast með
ráðningu, setningu eða skipun.
• Mikilvægt að í auglýsingu komi fram hvaða skilyrði umsækjandi
þurfi að uppfylla svo að umsækjendur séu á
jafnræðisgrundvelli.
19
Reglur um auglýsingar
• SÍ og FG
▫ Er í ákvæði 14.1 um auglýsingu starfa
• FSL og FL -Reykjavík
▫ Er í 2. gr. um auglýsingu starfa
• FSL og FL-sveitarfélag
▫ Ekkert ákvæði um auglýsingar.
20
Reglur um auglýsingar
Álit UA-Mál nr. 7144/2012
• Þar fjallar hann um ráðning í starf forstöðumanns í búsetuþjónustu við fatlað fólk og
framsetningu auglýsingar.
• Hann tók m.a. fram að auglýsing um laust opinbert starf, fæli í sér formlega og opinbera
tilkynningu um að stjórnvaldið hefði hafið tiltekið stjórnsýslumál sem miði að því að ráða í
tiltekið starf eða tiltekin störf úr hópi umsækjenda.
• Borgararnir ættu m.a. af lestri þess sem stjórnvöld birta að geta gert sér grein fyrir hvaða
skilyrði þeir þurfa að uppfylla til þess að geta komið til greina til að njóta tiltekinna réttinda
eða gæða sem stjórnvöld taka ákvörðun um.
• Forsenda fyrir því að einstaklingar gætu gert sér grein fyrir hvort þeir hefðu áhuga á því að
sækja um auglýst starf væri að þeir gætu af lestri auglýsingarinnar gert sér grein fyrir því hvers
eðlis starf væri, hvaða lágmarks hæfis- og hæfniskröfur umsækjendur þyrftu að uppfylla og
hvaða meginsjónarmiðum væri fylgt við val úr hópi umsækjenda.
• Upplýsingar um þessi atriði væru jafnframt forsenda þess að umsækjendur gætu lagt fram
með umsókn sinni þær upplýsingar og gögn sem þeir teldu að gætu skipt máli við mat á
umsókn þeirra hjá stjórnvaldinu.
21
Reglur um auglýsingar
• Í starfsauglýsing á Starfatorgi frá MR segir orðrétt:
„Vegna þröngra fjárheimilda skólans er æskilegt að
umsækjendur séu ekki komnir með kennsluafslátt.“
• Hvað finnst ykkur um orðalag þessarar auglýsingar ?
22
Ráðning
• Meginreglan er sú að stjórnvald sem ræður í starf ákveður til
hvaða sjónarmiða eða atriða skuli líta við val á umsækjanda og
hvort sérstök áhersla skuli lögð á eitt atriði fram yfir annað.
• Sjónarmiðin sem stjórnvald byggir á verða að sjálfsögðu alltaf
að vera málefnaleg.
• Sú skylda hvílir á stjórnvaldi að ráða hæfasta umsækjendann
með tilliti til þeirra lögmætu sjónarmiða sem lögð eru til
grundvallar ákvörðuninni.
23
Ráðning
UA 1391/1995
Hvaða sjónarmið stjórnvalds við val á umsækjanda eru talin
málefnaleg ?
▫ Sjónarmið um menntun og starfsreynslu sem gera má ráð
fyrir að nýtast í starfi eru talin málefnaleg.
▫ Umboðsmaður Alþingis taldi að sjónarmið um víðtæka
reynslu og staðgóða þekkingu á réttarkerfinu og stjórnkerfinu
hefðu verið málefnaleg og lögmæt.
24
Ráðning
Persónulegir eiginleikar starfsmanns geta skipt máli, sbr. kafli
14.11 og 17.gr. í kjarasamningum:
“Starfsmanni er skylt að rækja starf sitt með alúð og
samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar
og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast
nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum
til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það
starf eða starfsgrein er hann vinnur við.”
25
Ráðning
Ef gild rök mæla með því að ráða til starfa einstakling af
ákveðnu kyni vegna hlutlægra þátta er tengjast starfinu
þá telst það málefnalegt og lögmætt sjónarmið, sbr. 24.
gr. jafnréttislaga
26
Ráðning
Sjónarmið sem teljast ómálefnaleg við ráðningu:
• Jafnræðisregla stjórnsýslulaga: “Óheimilt er að mismuna aðilum
við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði
þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum,
stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum
sambærilegum ástæðum.”
• Er það ómálefnalegt sjónarmið að ráða ekki til starfa kennara
sem eru komnir á kennsluafslátt ?
27
Ráðning
UA 5356/2008
Skólameistari endurnýjaði ekki ráðningu A við skólann á þeim
grundvelli að þá þyrfti að ráða kennarann ótímabundið.
Umboðsmaður taldi að almennt yrði ekki á það fallist að það gæti
talist málefnalegt að ljá því sjónarmiði verulegt vægi við
ráðningar í opinber störf að tiltekinn umsækjandi væri þegar í
tímabundnu ráðningarsambandi við opinbera stofnun sem hefði
varað samfellt í tvö ár og því yrði frekari ráðning hans í starf að
vera ótímabundin en ótímabundin ráðning kom ekki til greina af
hálfu skólameistara.
28
Ráðning
• Rannsóknarreglan leggur þá skyldu á herðar stjórnvaldi að það
liggi fyrir upplýsingar um umsækjendur.
▫ Hvort þeir uppfylli lágmarksskilyrði
▫ Starfshæfni
▫ Ef eitthvað vantar í umsókn eða aðrar upplýsingar um
umsækjanda þá ber stjórnvaldi að afla þeirra upplýsinga.
29
Ráðning
• Upplýsingar um umsækjendur sem aflað er þarf að skrá
• Upplýsingaréttur aðila máls er tryggður í 15 gr. stjórnsýslulaga.
• Upplýsingar sem eru umsækjanda í óhag og hann hefur ekki
tjáð sig um þarf að kynna honum OG veita honum
andmælarétt.
• Þetta á líka við um umsagnir fyrri vinnuveitenda
▫ þær geta verið veittar af ómálefnalegum ástæðum t.d.
vegna óvináttu.
▫ Slæm umsögn getur átt sér eðlilegar og réttmætar skýringar.
30
Ráðning: Mikilvægi andmælareglu
• Samkvæmt andmælareglu stjórnsýslulaga ber stjórnvaldi að
gefa umsækjanda um opinbert starf kost á því að kynna sér
nýjar upplýsingar, sem það hefði aflað um hann og honum væri
ekki kunnugt um, hefðu þær verulega þýðingu fyrir úrlausn
málsins og væru honum í óhag. Jafnframt að koma
athugasemdum sínum að áður en ráðið er í starfið, sbr. álit UA í
máli nr. 2999/2000 (ráðning þroskaþjálfa.)
• Á mannamáli; umsækjandi á rétt á að fá að segja sína hlið ef
meðmæli fyrri vinnuveitandi gætu komið í veg fyrir ráðningu.
31
Ráðning: Mikilvægi andmælareglu
Álit UA- mál nr. 7108/2012)
A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir ráðningu leikskólakennara við nýstofnaðan skóla í
sveitarfélaginu X. Við niðurlagningu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu X hafði öllu starfsfólki skólanna
verið sagt upp, þar á meðal leikskólakennaranum A. Í framhaldinu hafði verið stofnaður nýr skóli í stað
þessara skóla og voru störf leikskólakennara við hann auglýst laus til umsókna. A hafði verið á meðal
umsækjenda en hún hlaut ekki starfið. Umboðsmaður ákvað að afmarka athugun sína á málinu við hvort
andmælaréttur hefði verið brotinn en aflað hafði verið umsagnar frá samstarfsmanni A þar sem tilgreind
voru tilvik úr starfi A sem voru henni í óhag.
Umboðsmaður taldi að í umsögninni hefðu falist nýjar upplýsingar sem höfðu bæst við málið og sem A var
ókunnugt um. Í skýringum sveitarfélagsins til umboðsmanns kom fram að fyrir hefðu legið upplýsingar
um samskiptahæfni A innan stjórnsýslu X og því hefði umsögnin ekki bætt neinu efnislega við þá
vitneskju. Umboðsmaður taldi að sveitarfélagið hefði aftur á móti ekki sýnt fram á að sá sem réð í starfið,
þ.e. verðandi skólastjóri hins nýstofnaða skóla, hefði haft slíka þekkingu og reynslu af A er varðar þau
tilvik og sjónarmið sem getið var í umsögninni að umsögnin hefði í reynd ekki bætt neinu nýju við málið
sem A hefði mátt vera kunnugt um. Þá taldi umboðsmaður með hliðsjón af gögnum málsins að umsögnin
hefði haft verulega þýðingu við úrlausn þess. Því hefði borið að veita A kost á að tjá sig um umsögnina
áður en tekin var ákvörðun um að ráða í starfið í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til X að rétta hlut A og að sveitarfélagið tæki framvegis mið af þeim
sjónarmiðum sem komu fram í álitinu.
32
Ráðning: Ráðningin sett í hendur á
ráðningarfyrirtæki
Álit UA-Mál nr. 7100/2012)
A leitaði til umboðsmanns Alþingis og kvartaði yfir ákvörðun bæjarstjórnar sveitarfélagsins X um
ráðningu í starf skólastjóra í grunnskóla en A var á meðal umsækjenda um starfið. Við undirbúning
ráðningarinnar hafði sveitarfélagið leitað til utanaðkomandi ráðningarhóps sem hafði skilað skólanefnd
sveitarfélagsins tillögum sínum um ráðningu skólastjóra, þar sem búið var að raða umsækjendum í
hæfnisröð. A var sjöundi í röðinni en sex efstu umsækjendurnir voru boðaðir í annað viðtal til
ráðningarhópsins. Þeir sem voru neðar á lista komu ekki til greina í starfið eftir það.
Settur umboðsmaður tók fram að í máli þessu hefði bæjarstjórnin falið ráðningarhópi, sem skipaður var
utanaðkomandi aðilum, að leggja mat á umsóknir og annast aðra þætti í ráðningarferlinu. Það hefði ekki
verið í samræmi við lögbundið hlutverk bæjarstjórnarinnar og almennar reglur stjórnsýsluréttarins að
ákvörðunarvald um hvaða umsækjendur yrðu boðaðir í viðtal væri alfarið í höndum ráðningarhópsins.
Málsmeðferð sveitarfélagsins hefði verið haldin verulegum annmarka að þessu leyti.
Settur umboðsmaður beindi þeim tilmælum til bæjarstjórnar sveitarfélagsins X að leita leiða til að rétta
hlut A og gæta þess framvegis að hafa þau sjónarmið sem rakin væru í álitinu til hliðsjónar í störfum
sínum.
33
Ráðning
• Opinber stofnun sem auglýsir eftir starfsmanni ber samkvæmt
stjórnsýslulögum að tilkynna umsækjendum skriflega um
niðurstöðu máls, þ.e. hverjum var veitt starfið.
• Í tilkynningunni skal leiðbeina um rétt umsækjenda til að óska
eftir rökstuðningi og gefa þeim 14 daga frest frá móttöku bréfs
til að óska eftir slíkum rökstuðningi, sbr. 20. og 21. gr.
stjórnsýslulaga.
34
Ráðning
• Í rökstuðningi skal lýsa því hvers vegna sá sem fékk starfið hafi
verið valinn.
• Greina frá meginsjónarmiðum sem réðu valinu.
• Helstu upplýsingar um starfshæfni þess sem var valinn.
35
Ráðning
• Vegna hagsmuna þess sem var ráðinn til starfsins eru
ákvarðanir um ráðningu almennt ekki ógildar. Kemur hins vegar
til skoðunar hvort sá sem ekki var ráðinn eigi rétt á
skaðabótum eða miskabótum.

similar documents